Friday, March 1, 2013

,,Nýja" eldhúsið á Myrkárbakka

Nú held ég að ég geti loksins sagt að eldhúsið sé klárt, eða allavega í bili. Ýmislegt sem okkur langar að gera sem verður að bíða betri tíma. Verðið að afsaka léleg myndgæði góða vélin er biluð.
Eigum við að líta inn ?

Í þessu horni var hugmyndin að gera krítartöflu sem var að veruleika....
Keyptum dagatal í The Pier og tape í A4 og setti á samskeytin. 

Svo ánægð með fínu töfluna mína, svo þegar stubbur verður stærri getur hann gert sín listaverk á hana því taflan nær niður í gólf :)

Þar sem innréttingin byrjar er kústaskápur, sem nýtist ekki sem slíkur því hann er of lítill. Svo ég ákvað að breyta honum í lítið búr:

Virkar eins og það sé MJÖG troðið því hillurnar eru svo grunnar þær ná bara fram í hálfan skápin. Þær eru nýttar til hins ýtrasta. Ég keypti plast baðhillur í TIGER og skrúfaði í vegginn. Fullkomnar fyrir sósur og annað sem er ómögulegt að raða í hillur.
Lítið búr með stórthjarta.Svona var eldhúsið áður, ljósur viður, gulur litur á veggnum og ljós, bleik, gul einhvern vegin munstraðar flísar.

Svona lítur það út í dag, spreyjaði höldurnar í gráu, hvítmálaðir veggir og flísar. Tók einnig listan af sem var undir skápunum. Er reyndar enn að melta það hvort ég eigi að setja hann aftur upp málaðan, en það er ekki komin niðurstaða í því máli.
Fínu bækurnar mínar og hafraklattar sem ég klúðraði svona líka vel.Tók þá stóra ákvörðun um að sauma mér eldhúsgardínur og er bara ótrúlega sátt enda ekki hægt að klúðra miklu í fínu nýju saumavélinni minni.
Hvítt lérefti sem ég stimplaði á, auðvitað, frekar sjabbý en einmitt eins og það á að vera. Gerði lista til að kippa þeim upp, saumaði út í kanntinn og setti tölu.Mér áskotnuðust tvær gamlar krukkur frá Auðnum, voru orðnar frekar lasnar svo ég spreyjaði þær og setti fínt doppótt tape utanum. Á reyndar eftir að pússa aðeins yfir lokin svo stafirnir þar komi í gegn, en þessar eru svona allt múligt krukkur, hægt að taka lokin af og gera allskonar skreytingar á/í þær.Þessi flaska var einnig spreyjuð og límdi ég stafinn S á fyrst til að fá hann glærann. S stendur fyrir sápa og mun hún vera undir uppþvottalöginn þegar ég finn tappa sem hentar.Hérna sjáum við eldhúsið áður en við gerðum nokkuð.

Og eftir. Fallegu hnífasettin mín setja svo skemmtilegan svip á eldhúsið flottir sterkir litir á móti öllu hvíta. Stóra settið fékk ég í afmælisgjöf frá yndislegu börnunum mínum og ostahnífasettið gáfu Harpa vinkona og Ingibjörg vinkona mér, þó ekki saman því ég fékk tvö :)Ég er alltaf að horfa í kringum mig í leit af hinu einu sönnu pottaleppum, hann Þórir minn á ,,fallega" græna blómavalshanska sem fara mun betur í skúffu en uppi á vegg.
Þessir snagar eru spíta sem ég málaði hvíta og setti 3 hnúða  sem ég keypti í SIRKU. Í mínu eldhúsi á að borða og er fólk vel minnt á það. Þetta eru límstafir úr LITALANDI, af því sama og í herberginu hennar Jónu. Svo sniðugt kaupir stafrófið og færð nokkra stafi af hverju. Þetta er hillan fyrir ofan eldavélinaOg ekki má gleyma elsku Gusto vini mínum og bollanum frá Sveinbjörgu.
Valstómatsósu krukkan hans Þóris míns fékk líka smá upplyftingu, mátti þó ekki gera neitt stórtækt svo límstafir og tape varð að duga. Þessi krukka var áður klink söfnunar krukka en er núna minningasöfnunar krukka, skrifum á miða eitthvað sniðugt sem einhver okkar segir eða gerir og svo ætlum við að lesa það um næstu áramót :)Svona lítur hinn glugginn út, dökk og leiðinnleg mynd enn hann fékk líka fína gardínu.  Kubóta setur sterkan svip á hann þarna úti :)
Gamall lampi með nýjum skerm.

Tók þennan ramma spreyjaði hann í antík hvítu prentaði út bakgrunn og nú er hann skilaboða tafla.


Hillan er hluti af vörubretti sem ég sagaði niður, málaði og stimplaði á. Brúsarnir eru utan af konfekti ég spreyjaði þá alla í sama lit og skápahöldurnar. Uglukrúttin eru salt og piparsett úr TIGER. 


Fínir

Uglukrútt
Vandræða/möguleika veggurinn fyrir
Stóri vandræða veggurinn endaði svona. 
Hillan af sama vörubretti og þessi í glugganum, máluð og stimpluð. Kaffikvörnin er úr Rúmfatalagernum. Skiltin eru heimagerð. Fann mér spítur, prentaði út textan og límdi með límlakki á.Fann þessa mynd eins og hún er á netinu.
Var búin að sjá þennan texta á ensku og þýddi hann gróflega, setti hann svo upp í Word og fann flottan bakgrunns mynd á netinu, límlakkaði hann svo á.

Þessi hilla er líka af sama vörubretti og fékk sömu meðferð. skrautmunirnir eru vatnsflaska, vasi og tveir kertastjakar sem ég spreyjaði allt í antík hvítum lit. Hrafnabakkinn minn er frá Sveinbjörgu sem við fengum í jólagjöf. Litla hjartað úr A4. 

MATUR stafirnir eru frá skrautsafir, sem þið finnið á facebook, keypti þá óunna og málaði þá dökkbrúna. Kostaði allt 3000 kr. Klukkuna fínu fundum við í The Pier. 
Er bara mjög sátt með þennan vegg.
Þennan bakka keyti ég í Fröken blómfríði og preyjaði hann hvítan. Mun nú sennilega breyta oft á þessum bakka.Einnig máluðum við umgjörðina í kringum hurðina þar sem gengið er inn í eldhúsið í sama lit og veggurinn hjá Jónu, fyrir ofan skrifaði ég með lífstöfum: Et drekk og ver glaðr
 En eins og ég sagði þá er myndavélinn góða biluð og hef ég ekki geta tekið nógu góða mynd af honum.

Svona lýtur nú ,,nýja" eldhúsið okkar út. Er afskaplega sátt með útkomuna. 
Hvað finnst ykkur?  Hafði einnig hugsað mér að setja inn sér blogg þar sem ég sýni betur hlutina sem breyttir voru fyrir og eftir, er orðinn svo afskaplega dugleg að muna að taka myndir fyrir breytingar :)
Nú erum við líka búin að mála hluta af ganginum og er ég að vinna í því að gera hann flottan.

Þangað til næst.

“Be yourself; everyone else is already taken.” 
― Oscar Wilde

-ÁstaJúlía-